)
Hrund Gunnsteinsdóttir
Hrund Gunnsteinsdóttir er höfundur, fyrirlesari og leiðtogaþjálfi
Hrund sérhæfir sig í innsæi, er höfundur bókarinnar InnSæi: heal, revive and reset with the Icelandic art of intuition (Bonnier books UK 2024, HarperOne 2025), sem kemur gefin út í öllum heimsálfum á 14 tungumálum. Hún er handritshöfundur og annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi - The Power of Intuition sem var sýnd um allan heim á Netflix.
Fjallað hefur verið um störf Hrundar í The Time, National Geographic Magazine, CNN, Vanity Fair, ARD og Der Spiegel í Þýskalandi, CNBC, NPR, BBC og Vanity Fair.
Hrund hefur talað á vettvangi TED, Unilever, Alibaba, DesignTalks, World Economic Forum, Janúarráðstefnu Festu, Hönnumarmiðstöðvar, Ferðamálaþings, UAK, SA og SI.
Hrund hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín m.a. sem Young Global Leader hjá World Economic Forum, Yale World Fellow og fyrir störf sín í þágu sjálfbærni á Íslandi hjá Íslenska Sjávarklasanum.
Hrund var framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni 2019-2023, sat í stjórn Eyris Invest 2019-2024, var formaður Tækniþróunarsjóðs 2015-2019, er Nordic Ignite Angel Ambassador, situr í sérfræðingaráði International Leadership Centre hjá Yale og var höfundur og stjórnandi Prisma námsins, sem þjálfaði gagnrýna og skapandi hugsun, innsæi og þverfaglega þekkingu, og var viðurkennt af Norðurlandaráði árið 2010 fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni.
Hrund hefur víðtæka alþjóðlega reynslu og hefur starfað við uppbyggingarstarf eftir stríð, efnahagslegt öryggi og leiðtogaþjálfun fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Evrópu og Asíu, með hléum á árunum 2001-2020.
)
)
)
)
)
)