is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Arnór Björnsson

IMDB
Spotlight
Showreel

Arnór Björnsson er leikari, handritshöfundur og leikstjóri fæddur í Hafnarfirði árið 1998. Hann útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2022. Þó hann vinnur jafnframt sem leikari er Arnór einn afkastamesti höfundur sinnar kynslóðar, bæði fyrir leikhús og skjáinn. 

Á unglingsárum lék hann í og samdi þrjár leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu, meðal þeirra var Unglingurinn (2013) sem hann hlaut tvær grímutilnefningar fyrir, þá 14 ára gamall. Árið 2015 skrifaði hann skáldsöguna Leitin að Tilgangi Unglingsins, mest seldu ungmennabók þess árs. 

Meðfram námi í LHÍ skrifaði hann, framleiddi, leikstýrði og lék í sjónvarpsseríunni Meikar Ekki Sens (2020). Einnig lék hann í og skrifaði þrjár seríur af Stundinni Okkar (2021-2023), sem hann hlaut Eddutilnefningu fyrir.

Eftir útskrift úr leikaranámi hélt hann svo áfram á mörgum sviðum. Hann skrifaði og lék í tveimur verkum fyrir Borgarleikhúsið, Tóm Hamingja (2024) og Ekki Hugmynd (2026). Fór með hlutverk Kalla í 112 Reykjavík (2025) og frumsýndi frumraun sína í kvikmyndaleikstjórn, Kortersregluna á RIFF 2025. Einnig má nefna að hann skrifaði og lék í grínþáttunum 20 og Eitthvað, sem sýndir verða á RÚV 2026. 

Nú er Arnór að vinna í annari stuttmynd, jóladagatali fyrir RÚV og fleiri leikverkum.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080