is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Elma Lísa Gunnarsdóttir

IMDB
Showreel

Elma Lísa Gunnarsdóttir er fædd í Vesturbæ Reykjavíkur. Frá unga aldri æfði Elma Lísa jassballet og tók þátt í Íslandsmeistarakeppninni í frjálsum dönsum, frístæl. Þar tók hún heim fjöldann allan af verðlaunum. Frá barnsaldri fram á fullorðins ár starfaði Elma Lísa sem fyrirsæta bæði hérlendis sem erlendis, lengst af í París og Milanó á Ítalíu. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands sem leikkona hefur Elma Lísa leikið jafnt í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi.

Nýlega lék Elma Lísa aðalhlutverkið í kvikmyndinni Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur. Tryggð er byggð á bók Auðar JónsdótturTryggðarpantur. Elma Lísa lék nokkur eftirminnileg hlutverk í Áramótaskaupinu 2019.

Elma Lísa hlaut Eddu verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Rokland eftir Martein Þórisson. Hún hlaut tilnefningu til Edduverðlauna fyrir leik sinn í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Elma hefur tekið að sér mörg hlutverk í kvikmyndum þar á meðal eru Mýrin efir Baltasar Kormák, Blóðbönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson, Okkar eigin Osló og Frost eftir Reyni Lyngdal og Dís eftir Silju Hauksdóttur. Elma Lísa hefur einnig leikið í fjöldanum öllum af leiknum sjónvarpsþáttum, en þar á meðal eru Hamarinn, Stelpurnar, Ríkið, þýsku þáttunum Der Tote im Westfjord. Elma Lísa hefur verið tíður gestur í Áramótaskaupum síðari ára.

Elma Lísa er ein af stofnendum leikfélagsins Sokkabandið. Sokkabandið hefur verið brautryðjandi í að stuðla að íslenskri leikritun ásamt því að fjalla um reynsluheim kvenna í uppsetningum sínum.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080