is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Erlen Isabella

Erlen Isabella er leikkona fædd 2005. Hún hefur undanfarin ár verið að byggja sér feril í leiklistinni bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún komst inn í ævintýraheim leiklistarinnar 8 ára gömul þegar hún fékk hlutverk langömmunnar í Óvitum, sem sýndir voru í Þjóðleikhúsinu árið 2013-2014. Síðan þá hefur hún tekið þátt í mörgum leiksýningum, þar má nefna Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu (2016-2018), 1984 í Borgarleikhúsinu (2017), Matthildur í Borgarleikhúsinu (2019-2020), Helgi Þór rofnar í Borgarleikhúsinu (2020) og Mamma klikk í Gaflaraleikhúsinu (2020 –2021).

Erlen var kynnir og skemmtikraftur með snillingnum Björgvini Franz á afmælishátíð BHM árið 2018 sem haldin var í Borgarleikhúsinu. Hún hefur einnig verið að leika í sjónvarpsefni fyrir KrakkaRÚV, ásamt því að leika í auglýsingum og tala inn á teiknimyndir. Erlen Isabella hlaut verðlaunin sjónvarpsstjarna ársins árið 2019 á Sögum verðlaunahátíð barnanna.

Aðalskoðun (auglýsing) 2017, VÍS (auglýsing) 2017, Nettó (auglýsing) 2017, Nissan X-trail (auglýsing) 2017, Jóladagatalið Snæholt (talsetning) 2017, Dagur Diðrik (talsetning) 2017, Mæja býfluga (talsetning) 2017, Jólastundin Okkar (RÚV) 2016, 2017, 2018, 2019, Úti í umferðinni (RÚV) 2018, Stundin Okkar (RÚV) þáttastjórnandi 2019-2020.

Það er sjaldan lognmolla í kringum Erlen en hún syngur og dansar öllum stundum en passar auðvitað alltaf upp á “swagið”. Hún keppti erlendis á Dance World Cup í Song and dance árið 2019 og tók fjórða sætið, á mótinu tók hún einnig þátt í Street dance battle og komst í undanúrslit. Erlen hefur æft streetdans frá árinu 2012 og theatre dans frá árinu 2016 ásamt því að vera í breakdance hópnum Element crew. Það má segja að stuðið búi í hjarta hennar og svo fær hún sér líka alltaf smá húmor ofan á brauð.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080