is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Þröstur Leó Gunnarsson

IMDB

Þröstur Leó, leikari og sjómaður, ólst upp á Bíldudal. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur síðan þá starfað jöfnum höndum í kvikmyndum og leikhúsi, bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Þröstur Leó hefur leikið í á sjöunda tug sjónvarps- og kvikmyndaverkefna og hefur leikstýrt 4 verkum, þar á meðal verkinu Við borgum ekki, við borgum ekki, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu

Þröstur Leó hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum og Koddamanninum, Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann, og Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist árið 2009.

Áhugamál Þrastar sem hann sinnir samhliða leiklistinni eru mótorhjól og veiði.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080