)
Til baka
Eygló Hilmarsdóttir
Eygló Hilmarsdóttir er leikkona, handritshöfundur og skemmtikraftur.
Eygló útskrifaðist með BA í sviðslistum af leikarabraut LHÍ vorið 2018. Frá útskrift hefur hún og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Eygló starfar sem handritshöfundur og leikkona með sketsahópnum KANARÍ sem hefur gert samnefndar þáttaraðir á RÚV og leiksýninguna Kanarí í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún er einnig einn af stofnendum leikhópsins Konubörn. Hún hefur einnig leikið í fjölda auglýsinga og er vinsæl rödd.
Eygló tekur að sér veislustjórn, en hún var m.a. kynnir á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum 2022.
)
)