)
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Guðmundur Ingi útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur síðan þá verið afar virkur listamaður og mörgum vígstöðvum hérlendis og erlendis. Hann lauk mastersnámi sem sviðshöfundur frá Goldsmiths í London árið 2009 og er með MBA gráðu frá HR upp á vasann frá 2014.
Guðmundur hefur alla sína tíð verið í hljómsveitum og hefur gefið út 6 breiðskífur með eigin efni undur merkjum hljómsveitanna Atómstöðin, Tvö dónaleg haust, Loftskeytamenn og Stórsveit Guðmundar Inga. Í tónlist er söngur, gítar og munnharpa hans forte
Veislustjórn
Í gegnum tíðina hefur Guðmundur Ingi verið veislustjóri í veislum af öllum stærðum og gerðum, frá brúðkaupum og afmælum upp í mörg þúsund manna samkomur. Hann er laginn í mannlegum samskiptum, hefur góða yfirsýn og tilfinningu fyrir flæði og áherslum og getur hvenær sem er stigið inn í flæðið með eigið efni, gamanmál, tónlistartengt efni, karókí eða samkvæmisleiki, allt eftir þörfum hvers viðburðar fyrir sig.
Kynnir/fundarstjórn
Guðmundur Ingi hefur þó nokkra reynslu af því að vera fundarstjóri, hann hefur kynnt stærri og minni viðburði í gegum tíðina og farist það vel úr hendi. Hér yrði allt unnið af virðingu í samstarfi við forsvarsfólk hvers viðburðar fyrir sig.