is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Jóhann Alfreð

Jóhann Alfreð er skemmtikraftur og grínisti með áralanga reynslu af framkomum á hinum ýmsu viðburðum. Hann hefur starfað með uppistandshópnum Mið-Ísland um áralangt skeið og jafnframt staðið fyrir eigin uppistandssýningu Allt í gangi með uppistandaranum Jakobi Birgissyni. Undanfarin misseri hefur hann komið reglulega fram í uppistandssýningunum Púðursykur og Meiri Púðursykur í Sykursalnum í Grósku.

Jóhann hefur starfað að dagskrárgerð, að handritaskrifum, við leiklist og að framleiðslu. Hann stýrði spurningaþáttunum Heilahristingur á Rás 2 og var annar umsjónarmanna þáttarins Hljóðvegur 1 á rásinni. Hann var dómari um nokkurra ára skeið í Gettu Betur á RÚV og skrifaði og framleiddi heimildarþáttaröðina Kaninn fyrir Stöð 2. Hann leikur í og er meðal handritshöfunda að gamanþáttaröðinni Vesen sem frumsýnd verður á Sjónvarpi Símans haustið 2025.

Jóhann tekur að sér uppistand við hin ýmsu tilefni en hefur líka verið kynnir og veislustjóri á fjölmörgum viðburðum. Þá hefur hann útbúið sérhannaðar spurningakeppnir eftir óskum þar um.

Uppistand

Í uppistandi mætir Jóhann með 15-20 mínútna framkomu með uppistandsefni sem byggt er á uppistandssýningum sem hann hefur tekið þátt í á síðustu árum. Þá fæðast oft brandarar í kringum tilefnið sem hann er bókaður á.

Veislustjórn

Jóhann er þaulvanur veislustjóri og kynnir og hefur starfað sem slíkur á fjöldamörgum viðburðum síðustu ár. Í veislustjórn blandar hann saman uppistandi, samkvæmisleikjum og spurningaleikjum allt eftir tilefni og óskum hvers hóps eða fyrirtækis. Hann hefur reglulega tekið að sér veislustjórn í brúðkaupsveislum fyrir þá sem þess óska.

Pöbb-kviss/Partý pöbbkviss

Jóhann hefur mikla reynslu af spurningagerð, hefur stýrt spurningaþættinum Heilahristingi á Rás 2 og verið dómari í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þá var hann ritstjóri spurninga í spurningaþættinum Með á nótunum sem sýndir voru á RÚV. Hann var þá með reglulegar innkomur, spurningakeppni vikunnar, í útvarpsþættinum Félagsheimilið. Partý-Pöbbkviss hentar vel sem hópefli fyrir minni og stærri hópa á vinnustöðum og stofnunum og Jóhann nýtir oft styttri útgáfu þess í veislustjórn. Partý-Pöbbkvissið er tónlistartengt og með hljóðum og skotheld skemmtun. Þá fæðast jafnan spurningar í kringum hvert tilefni. Jóhann hefur tekið að sér að sérsmíða skemmtilegar spurningakeppnir fyrir ákveðin þemu, hefur t.d.haldið Eurovision og Halloween-kviss. Í kringum jól býður hann upp á sérstakt jólapartý-pöbbkviss.

Kynnir

Jóhann hefur þó nokkra reynslu af störfum sem almennur kynnir. Bæði á viðburðum eins og söngvakeppnum og jafnframt á stærri fundum stofnana og fyrirtækja eða á ráðstefnum.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080