is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

María Ellingsen

María getur sérsniðið fyrirlestur eða stutt námskeið fyrir þinn hóp þar sem hægt er að flétta inní skemmtilegum æfingum og leikjum til að hrista saman hópa. Fyrirlestra og örnámskeið er hægt að nota sem innblástur eða krydd á ráðstefnum, starfsdögum, fræðslukvöldum og samkomum.

Hvernig lifir maður af Kokteilboð?

Kokteilboð eru algeng í tengslum við vinnu, ráðstefnur og viðburði. En hversu skemmtileg eru þau? Leiðindakvöð segja sumir, kvíðvænleg segja aðrir. Við hvern á maður að tala…og um hvað, og hvað með óþægilegu þagnirnar?

María flytur skemmtilegan fyrirlestur með leikjum um hvernig snúa má þessum samkomum upp í frábært tækifæri til að slá í gegn, kynnast nýju fólki og skapa dýrmæt tengsl.

María hefur gríðarlega reynslu í bæði að halda utan um dagskrá og getur tekið þátt í að skipuleggja hana frá grunni. Öflug ráðstefnu- og fundarstjórn setur tóninn og skapar heildarsvip á viðburðinn. Þá er hún einnig glæsilegur veislustjóri.

María er einnig með listamannaprófíl!
MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080