is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Ævar Þór Benediktsson

IMDB
Website
Showreel

Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist sem leikari frá leiklistardeild LHÍ árið 2010. Fyrstu fjögur árin eftir útskrift lék Ævar ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Vesalingunum, Englum alheimsins, Spamalot og Dýrunum í Hálsaskógi. Á sama tíma skrifaði hann og stjórnaði barnafræðsluþáttunum um Ævar vísindamann á RÚV, sem hann vann fjögur Edduverðlaun fyrir; þrjú ár í röð sem “Barna- og unglingaefni ársins” og ein sem “Lífsstílsþáttur ársins.” Þá var hann tvisvar tilnefndur til Eddunnar sem “Sjónvarpsmaður ársins.” Ævar er sömuleiðis einn af vönustu talsetjurum landsins.

Ævar hefur haslað sér völl á síðustu árum sem einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar, en hann hefur líka skrifað útvarpsleikrit og leikverk. Þá hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín við barnamenningu.

Ævar hefur leikið í ýmsum styttmyndum, kvikmyndunum XL og Héraðinu, ásamt hlutverkum í sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni, Hæ Gosa, Rétti, Borgarstjóranum, Heimsenda og Jarðarförinni minni, en fyrir það síðastnefnda var hann tilnefndur til Eddunnar 2021 sem “Besti leikari í aukahlutverki.” Nýlegast hefur hann leikið í sjónvarpsþáttunum Brúðkaupið mitt, Stellu Blómkvist og Svörtu söndum.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080