Aldís Amah Hamilton
Aldís Amah Hamilton er leikkona og handritshöfundur af íslenskum og afrísk-amerískum uppruna og talar bæði íslensku og ensku reiprennandi. Hún fékk sitt fyrsta hlutverk aðeins tíu ára gömul og útskrifaðist af sviðslistadeild Listaháskóla Íslands árið 2016.
Hún hefur lagt mikla áherslu á kvikmyndaiðnaðinn, en er þó vel kunnug öðrum sviðum leiklistar, svo sem leikhúsi, hreyfi föngun (motion capture), talsetningu, hljóðbókalestri o.s.frv. Hún stundaði nám í söng og dansi á yngri árum og hefur haldið því áfram, með aukinni áherslu á klassískan og söngleikja söng sem stendur.
Hún hefur verið brautryðjandi í heimalandi sínu og hlotið tilnefningar til ýmissa verðlauna, þar á meðal Edduverðlaunanna og bresku BAFTA-verðlaunanna. Aldís leggur áherslu á að sýna fjölbreytileika íslensks samfélags og telur sig heppna að fá að vera virkur þátttakandi í þeirri hreyfingu.
Hún er einnig ákafur dýraverndarsinni og vinnur hörðum höndum að því að fræða og hvetja fólk til að sýna öllum lífverum vinsemd og virðingu.
)
)
)
)
)
)