is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Anna Gunndís Guðmundsdóttir

IMDB
Instagram

Anna Gunndís Guðmundsdóttir útskrifaðist með BFA í leiklist frá Listaháskóla Íslands vorið 2010. Hún starfaði í kjölfarið með sviðslistahópnum SIGNA í sýningunni Die Hundsprozesse í samstarfi við Schauspiel Köln í Þýskalandi og í sýningunni Das Ehemalige Haus á Salzburger Festspiele Austurríki. Hún var á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar veturinn 2012-2013 og flutti í kjölfarið til New York þar sem hún útskrifaðist með MFA í handritsskrifum og kvikmyndaleikstjórn frá Tisch School of the Arts við New York University vorið 2018. 

Anna Gunndís steig sín fyrstu skref á leiksviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar aðeins sextán ára gömul og hefur síðan leikið bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Frost (2012) í leikstjórn Reynis Lyngdal og eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Ég man þig (2017) í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Sjónvarpsþættir sem hún hefur leikið í eru Fólkið í blokkinni (2013), Brot (2019) og Eurogarðurinn (2020). Hún fer einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z.

Hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna sem “Besta leikkona í aðalhlutverki” fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Frost auk þess að vera tilnefnd í flokknum “Best New Nordic Voice” á kvikmyndahátíðinni Nordic Panorama fyrir stuttmyndina I Can’t Be Seen Like This.

Anna Gunndís vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd ásamt 10 þátta sjónvarpsseríu. 

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080