Berglind Alda Ástþórsdóttir
Berglind Alda Ástþórsdóttir (1999) útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2024.
Berglind hefur komið víða fram sem leikkona, en nýlega fór hún til að mynda með hlutverk Binnu í kvikmyndinni Ljósbrot, Jóhönnu í þáttaröðinni Húsó og Lilju í þáttaseríunni Venjulegt Fólk 4. Einnig hefur hún leikið í þónokkrum Áramótaskaupum og sá um Krakkaskaupið árin 2019-2021. Nú er hún þáttastjórnandi í hinum vinsæla spurningaþætti Krakkakviss á Stöð 2.
Auk sjónvarps- og kvikmyndaverkefna hefur Berglind töluverða reynslu á sviði. Má þar helst nefna Fyrsta Skiptið og Hlið við hlið, þar sem hún bæði lék og kom að handritsgerð. Um þessar mundir leikur hún Svönu í gamanverkinu Tóm Hamingja sem sýnt er í Borgarleikhúsinu og fer með hlutverk Helgu í nýja söngleiknum Stormur, eftir Unni Ösp og Unu Torfa í Þjóðleikhúsinu.
Berglind hefur einnig unnið töluvert við hljóðbókalestur, auglýsingalestur og talsetningar.
)
)
)
)
)
)