Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir er leikkona og grínisti. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sviðslistatengdum verkefnum á borð við Requiem For a Woman, leikstýrt af Uršulė Bartoševičiūtė sem var sýnt í Viliníus 2020. Hún fór meðal annars með hlutverk Róshildar í myndinni Endurfundir leikstýrt af Ragnari Bragasyni, eitt af útskriftarverkum LHÍ.
Síðastliðin ár hefur Björk starfað í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er virkur meðlimur Improv Íslands. Hún hefur verið einn af lykilmeðlimum hópsins frá árinu 2015 og lært í tveimur af virtustu spunaskólum heims í New York og LA.
Björk hefur leikið í fjölda auglýsinga, sketsum og sjónvarpsþáttum. Hún hefur skrifað og leikið í verkefnum á borð við Eurovision-gleði - Okkar 12 stig á dagskrá RÚV. Björk er skemmtikraftur og hefur margra ára reynslu af veislustjórn á ýmis konar skemmtunum, veislum og viðburðum. Björk var kynnir fyrir Lúðurinn, íslensku auglýsingarverðlaunin 2021.
)
)
)
)