is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Lúkas Emil Johansen

IMDB
Spotlight
Showreel

Frá barnsaldri hefur Lúkas Emil verið hugfanginn af leiklist. Átta ára gamall náði hann þeim aldri að mega sækja sína fyrstu áheyrnaprufu, fyrir leikritið Óvita í Þjóðleikhúsinu. Eftir að hafa fengið hlutverk þar og leikið á stóra sviðinu varð hann staðráðinn í því að verða leikari. Með um 12 ára feril að baki hefur Lúkas komið víða við. Allt frá því að leika aðalhlutverk í kvikmyndum, burðarhlutverk í sjónvarpsþáttum og taka þátt í sviðsverkum í Þjóðleikhúsinu, sjónvarpsauglýsingum, talsetja vinsælt barnaefni og starfa sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar. Eins hefur hann sótt alls kyns leiklistarnámskeið, bæði hér á landi og erlendis í Royal Academy of Dramatic Arts (RADA) í Bretlandi.

Lúkas hefur leikið í þáttaseríum og kvikmyndum með framleiðslufyrirtækjum hérlendis á borð við Sagafilm, Glassriver og Truenorth en einnig erlendum framleiðslufyrirtækjum, meðal annars Netflix og samstarfsverkefnum við kvikmyndaskóla í New York.

Um þessar mundir er Lúkas að leika í sinni þriðju kvikmynd í fullri lengd, sem er væntanleg á næsta ári, auk þess að taka þátt í sviðsuppsetningum sjálfstæðra leikhópa.

Á meðal verkefna:

  • ●  Loforð

  • ●  Víti í Vestmannaeyjum

  • ●  Brot

  • ●  Vitjanir

  • ●  Bara barn, væntanleg á næsta ári.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080