)
Lúkas Emil Johansen
Frá barnsaldri hefur Lúkas Emil verið hugfanginn af leiklist. Átta ára gamall náði hann þeim aldri að mega sækja sína fyrstu áheyrnaprufu, fyrir leikritið Óvita í Þjóðleikhúsinu. Eftir að hafa fengið hlutverk þar og leikið á stóra sviðinu varð hann staðráðinn í því að verða leikari. Með um 12 ára feril að baki hefur Lúkas komið víða við. Allt frá því að leika aðalhlutverk í kvikmyndum, burðarhlutverk í sjónvarpsþáttum og taka þátt í sviðsverkum í Þjóðleikhúsinu, sjónvarpsauglýsingum, talsetja vinsælt barnaefni og starfa sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar. Eins hefur hann sótt alls kyns leiklistarnámskeið, bæði hér á landi og erlendis í Royal Academy of Dramatic Arts (RADA) í Bretlandi.
Lúkas hefur leikið í þáttaseríum og kvikmyndum með framleiðslufyrirtækjum hérlendis á borð við Sagafilm, Glassriver og Truenorth en einnig erlendum framleiðslufyrirtækjum, meðal annars Netflix og samstarfsverkefnum við kvikmyndaskóla í New York.
Um þessar mundir er Lúkas að leika í sinni þriðju kvikmynd í fullri lengd, sem er væntanleg á næsta ári, auk þess að taka þátt í sviðsuppsetningum sjálfstæðra leikhópa.
Á meðal verkefna:
● Loforð
● Víti í Vestmannaeyjum
● Brot
● Vitjanir
● Bara barn, væntanleg á næsta ári.
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)