Pétur Óskar
Pétur Óskar útskrifaðist frá leiklistardeild Cours Florent í París vorið 2014.
Pétur talar þýsku, ensku, frönsku og lúxembúrgísku reiprennandi og fer hann reglulega til þessara landa í verkefni þar. Pétur hefur leikið í nokkrum frönskum kvikmyndum sem og fjölda leikrita. Pétur bjó lengi í Boston og talar því mjög góða ensku sem og lúxembúrgísku þar sem hann bjó sem barn.
Árið 2015 lá leiðin til Íslands þar sem Pétur lék eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Einnig lék hann í Andið Eðlilega sem frumsýnd var á Sundance og Capitani (lúxembúrgísk Netflix sería sem hlaut mikið lof). Hvað þekktastur er Pétur fyrir leik sinn sem Tryggvi lögreglumaður í Ófærð 2. Árið 2024 lék hann aðalhlutverkið í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Þýskalands, Tatort sem og Hagen, þýskri bíómynd og sjónvarpsseríu. Einnig lék hann í leikritinu Polishing Iceland, í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur, sem hluti af Reykjavík International Ensemble í Shakespeare leikhúsinu í Gdansk, Póllandi. Nú síðast lék hann gamanþáttunum, Flamingó Bar á Stöð 2.
Pétur hefur einnig leikið í fjölda alþjóðlegra auglýsinga fyrir þekkt merki eins og Levi’s og Swarovski ásamt fjöld innlendra auglýsinga eins og Smáralind og Sjóvá.
Pétur er ekki við eina fjölina felldur, því hann er einnig tónlistarmaður. Tónlist hans mætti líkja við Arcade Fire og Edward Sharpe and the Magnetic Zeroes; hugljúf gítartónlist til að grilla við. Einskonar indie-rock með folk/country ívafi. Pétur hefur gefið út 6 lög, sem öll hafa skorað hátt á hverskyns vinsældarlistum og setið þar í margar vikur í röð ásamt því að fá miklar spilanir í útvarpi. Fyrir myndband sitt við fyrsta lagið sitt Superstar var hann tilfnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem er sjaldgæft miðað við fyrsta lag og árið eftir var hann tilnefndur í sama flokki fyrir lagið Take the Seasons. Einnig opnaði Pétur ásamt hljómsveit sinni nýjan þjóðarleikvang Lúxemborgar, Stade de Luxembourg.
Tónlist Péturs hefur einnig verið notuð í fjölda kvikmynda og fyrir stuttu talaði Pétur inn á hinn margrómaða tölvuleik Hellblade 2, Senua’s Saga.
)
)