is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Sara Dögg Ásgeirsdóttir

IMDB
Spotlight
Showreel

Sara hóf kvikmyndaferil sinn um tvítugt þegar henni bauðst hlutverk í Myrkrahöfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hún hlaut verðlaun fyrir það hlutverk á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Puchon í Suður-Kóreu. Hún lærði síðar leiklist í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2005. Á meðan á náminu stóð bauðst henni hlutverk í sinni annarri kvikmynd, hlutverk Önnu í Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson, byggða á bók Vigdísar Grímsdóttur, sem hlaut Edduverðlaunin sem “Kvikmynd ársins” árið 2004. Síðan þá hefur hún leikið bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Sara fór fljótlega í verkefni í Borgarleikhúsinu eftir útskrift og hefur leikið þar í nokkrum uppsetningum, bæði verkum á vegum leikhússins og hjá sjálfstæðum leikhópum.

Á meðal hlutverka í kvikmyndum og sjónvarpi er hlutverk Láru, aðalhlutverkið í þremur seríum af þáttunum Pressa og hlaut hún Edduverðlaunin sem “Leikkona ársins” fyrir það hlutverk árið 2013. Einnig má nefna aðalhlutverkið í 8 þátta seríu Vitjanir/Fractures í leikstjórn Evu Sigurðardóttur, hlutverk Dagbjartar í seríunni Stella Blómkvist og hlutverk Ásdísar í kvikmynd Elfars Aðalsteinssonar Sumarljós og svo kemur nóttin eftir samnefndri bók Jóns Kalmans. Síðustu verkefni Söru hafa m.a. verið hlutverk í True Detective seríunni og Ljósvíkingar, kvikmynd Snævars Sölvasonar. Sara lauk nýverið við tökur á seríunni Everybody Loves Horses sem frumsýnd verður síðla árs 2025.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080