Björgvin Franz Gíslason
Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist frá LHÍ vorið 2001. Síðan þá hefur hann leikið burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Björgvin starfaði lengi sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar en þátturinn vann Edduna fyrir “Besta barnaefnið.” Björgvin rekur kvikmyndagerðina Veitan. Einnig starfar hann við að talsetja teiknimyndir hjá Stúdíó Sýrlandi.
Björgvin hefur um árabil starfað sem veislustjóri, kynnir, töframaður og eftirherma fyrir hin ýmsu fyrirtæki, skóla og bæjarhátíðir víðsvegar um landið.
Björgvin Franz er ekki einungis vinsæll leikari og skemmtikraftur heldur einnig eftirsóttur fyrirlesari en hann hefur haldið tugi fyrirlestra víðsvegar um land. Helstu kúnnar Björgvins eru meðal annars stjórnendateymi og starfsfólk hjá Icelandair, Íslandspósti, Arion banka, Íslandsbanka, Vinnueftirlitinu, Hafnarfjarðarbæ sem og fjöldinn allur af kennurum og skólastjórnendum.
)
)
)
)
)
)